Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands

Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd, og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Við skorum á alla íslenska ríkisborgara

að skrifa undir þessa áskorun hér fyrir neðan. Víglínan er skýr, þeir sem vilja að Íslendingar fari sjálfir með forræði eigin mála annars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlendingar ráði förinni í íslenskum málefnum.

Undirskrift

Áskorun til forseta