Við undirrituð skorum á þig forseta Íslands

hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsréttinum skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og þar með synja staðfestingar hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi sem fela í sér sölu hlutabréfa ríkisins eða uppskipti í Landsvirkjun, Íslandsbanka eða Landsbankanum og vísa þannig lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hlutverk forseta er að vernda þjóðina fyrir ákvörðunum Alþingis sem vinna gegn velsæld hennar og sala þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja er svo sannarlega eitt þeirra.

Við skorum á alla íslenska ríkisborgara

að skrifa undir þessa áskorun hér fyrir neðan. Víglínan er skýr, þeir sem vilja að þjóðin fari með forræði sinna eigin eigna og hins vegar þeir sem óska sér að lítil elítu-klíka handvalin af stjórnvöldum ráði för í íslensku efnahagslífi.

Í ljósi reynslunnar viljum við undiritaðir ekki selja þjóðhagslega mikilvæg ríkisfyrirtæki fyrr en lög við hringamyndun, fákeppni og einokun eru orðin að veruleika.

Undirskrift

Áskorun til forseta